Yndislegur frídagur!

Já var að vinna alla helgina sem ætti með réttu að vera fríhelgin mín. Átti svo mánudaginn (gærdaginn) frían. Ákvað strax á sunnudaginn að gera eitthvað almennilega afslappandi svo ég og Hjörtur drifum okkur út fyrir hádegi og hjóluðum út á Ægissíðu.

Dásamlegt veður og aðeins meiri sól en ég átti von á svo ég roðnaði nú aðeins í framan af ævintýrinu. Tókum svo strætó heim. Það var ágætis lífsreynsla fyrir konu sem tekur aaaldrei strætó. Er meira að segja að spá í að gera það oftar, er töluvert ódýrara en að nota einkabílinn um þessar mundir.

Eníhú, fengum okkur dýrindishádegismat sem frúin útbjó og fórum í laugarnar svo strax á eftir. Sátum í heitu pottunum og soðnuðum eins og skinkur í sólinni, og já, ég brann örlítið meira. Alveg geggjað veður en samt ekkert svo margir í lauginni, enda miður mánudagur.

Svo klukkan fjögur átti ég pantaðan tíma í nuddi, svo eftir algera slökun, tók enn meiri slökun við.

Er alveg harðákveðin í að svona dagar verði fleiri í sumar. Er alveg endurnærð og fín eftir þó fremur strembna vinnuviku.

Hver segir að maður geti bara slappað af í sumarfríi?


Ahh... Boston Celtics.

Fór á leik með Celtics í Boston í febrúar. Dásamleg stemning.

Ég er svosem ekki þekkt fyrir brjálæðislegan áhuga á íþróttum en ákvað að koma manninum mínum á óvart og kaupa handa honum/okkur miða á leik Knicks og Celtics. Hann varð nefnilega þrítugur tveimur dögum fyrr og verið í körfubolta helming sinnar ævi og við vorum hvorteðer á leiðinni til Boston.

Fengum æðisleg sæti á fínu verði alveg, (ódýrara en ég hélt að fara á NBA leik) sátum í 8 röð, skáhallt fyrir aftan körfuna.

a910_21

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sátum þar sem guli hringurinn er

 Það er ógleymanlegt að fara á svona leik.. ilmurinn af poppi, svita og heitum pylsum blandast við "orgelleikinn" sem flestir körfuboltaaðdáendur þekkja. Grænir "foamfingers" í annari og "Big gulp" í hinni. Allir að hvetja sína menn áfram, gargandi, öskrandi.. já eða púandi eftir því hvernig liðinu gengur. Fólk mislengi að átta sig á því að myndavélin er í fésinu á þeim og fésið á risaskjá yfir vellinum.  Hálfberar klappstýrur í leikhléum...

Já og frekar spes völlur, ofsalega hátt til lofts og áhorfendapallar taka mikið pláss en völlurinn sjálfur er eiginlega bara pínulítill. Ofsalega fegin að hafa ekki verið að nískast eins og mín er von og vísa og keypt sæti upp í rjáfri! Happy

En þetta var dásamlegt alveg. Mæli með því að fara á NBA leik, og það er alls ekki verra að fara á leik með svona góðu liði eins og Boston er með þetta árið.

Óþarfi að taka það fram að Boston vann leikinn. 111 stig gegn 103. 


mbl.is Boston komið í 2:0 gegn Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppin...

...að vera ekki 140kg lengur. Vissi að ég myndi græða margt þegar ég léttist en kannski ekki alveg svona í beinhörðum peningum? Woundering

Ég meina fimmhundruðkall á kílóið t.d.  Fyrir megrun 70.000.- - Eftir megrun 33.500.-

Feita fólkið hættir að ferðast og Ríka feita fólkið fer á Saga Class! 

Jiiiiii hvað ég er heppin!

 

P.s verður þetta liðin tíð? 42-15424946


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu hætt að fara í bíó

Ég hætti að fara í bíó fyrir löngu.

Það er bara engann veginn skemmtun í mínum huga að sitja fyrir framan risaskjá með hljóðið svo hátt stillt að ég hrekk í kút í hvert skipti sem eitthvað markvert gerist í myndinni. Láta bjóða mér uppá það að það sé slökkt á myndinni í kannski svaka spennusenu í miðri mynd og jafnvel byrjar myndin ekki einu sinni á sama stað aftur.

Að borga t.d 650kr fyrir lítið popp, kókdreitil og súkkulaðistykki eru ekki kostakjör og svo eru kannski unglingakjánar að trufla mann með blaðri í síma, sms pípi, flissi og almennu veseni. Kannski er ég bara orðin svona gömul?

Að fara í bíó er góð skemmtun...

...Eh nei!! 


mbl.is Bíómiðinn kominn upp í 1.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í gamla daga...

... var ég svona lítil og Mamma eins og Jodie Foster...

IMG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kannski er einhver glöggur búinn að átta sig á því að Zunzilla er sama konan...  


Lítil ferðasaga og frænkuknús

Jæja, þá erum við komnar heim (reyndar aðeins fyrr í vikunni...) en það var alveg ofsalega fínt.  Stóðum okkur vel í innkaupunum, tókum rúma tvo tíma í að panta jólalínuna en ómælord hvað hún er falleg. Fullt af sætum kjólum, pilsum og dúlleríi.

Þar sem við vorum búnar að panta í hádeginu var okkur boðið að borða hjá þeim, ekkert venjulegt mötuneyti þar. Sátum úti í sólinni með stóran disk af salati og kjúklingarétti. Og smá konfektmoli í eftirrétt, hittum fyrir Peter og Möller (*tíst*fyrir þá sem þekkja brandarann!) 

Ég fórnaði mér algerlega fyrir Möggu móðu í lestinni...

Sko.. þetta er þannig að við þurfun að taka lest frá Köben til bæjar sem heitir Espegærde og rétt fyrir utan borgina. Þaðan þurfum við að taka lest á búgarðinn þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru til húsa. En þegar við vorum að fara til baka var lestin á teinunum og töskurnar ennþá í skottinu á leigubílnum og Magga náttúrulega á hækjunum. Ég, ákveðin í að ná lestinni reif töskurnar úr skottinu og rauk af stað í lestina, vanmat kannski smá hæfileika Möggu móðu til þess að spretta. (Þar sem hún var jú á tveimur hækjum!)

Ég næ lestinni en þegar ég sný mér við er Magga ekki nálægt hurðinni og hún er að lokast. Ég inni í lest með báðar töskurnar okkar og hún 3 metrum frá. Ég sá bara fyrir mér á einu sekúndubroti mig fara af stað í átt til Köben og Magga föst í brautarstöðinni í Espegærde!  Svo ég, án þess að hugsa skelli mér á milli í hurðinni og ætlaðist að sjálfsögðu til þess að hún opnaðist aftur eins og lyftuhurð og það var ekki alveg að gerast strax, ég fékk nett svitapanikkast en svo opnaðist helvítið og Maggan náði að vippa sér inn í lestina.  Get ekki lýst svipnum á liðinu í lestinni. Magnað ævintýri!

Við áttum þá einhverja.. *telj* 9 1/2 tíma í flug... og hvað gerir maður þá? Fer í risastóra verslanamiðstöð að sjálfsögðu! Í Fields skunduðum við og maður minn, ég held ég hafi slegið persónulegt met! Ég verslaði ekkert á 5 klst í öllum þessum búðum. Ekkert. Nada!

Ég verslaði fyrir 140 dkk í HM á strikinu og lét það nægja, þetta er svo svakalega dýrt allt og HM er bara ekkert að standa sig, voðavoða ljót föt þarna núna eða er maður kannski orðinn svona svakalega snobbaður?

Við ákváðum að fara bara snemma út á völl, sátum þar með öl í annari og hnetur í hinni og vel hífaðar af tveimur Tuborg Gull. Já ég sver það, ég er ekki stolt af því að viðurkenna það en þegar maður sefur samtals í 8 tíma á rúmum 2 sólarhringum og búinn að ferðast og vesenast þá er ekki mikið áfengisþol í boði. Ég er svosem þekkt fyrir að vera svampur en ég var það svo sannarlega ekki á Kastrup. Við vorum svakalega fyndnar, maður minn! Hlógum eins og brjálæðingar af einhverju sem bara okkur fannst fyndið á milli þess sem við "stukkum" upp að reykja og hlupum 7km á næsta klósett!

Fengum svo heila sætaröð á mann á leiðinni heim, sérstaklega kósí. Lentum á alveg yndislegri flugfreyju, breiddi yfir mig teppi á miðri leið! Algert krútt!

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Er núna í nokkurra daga fríi og er búin að vera með Sóleyjarkrúttið mitt í næturpössun. Litla eðlan sefur núna hádegisblundinn sinn og jiiii það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur! Búnar að elta kisur útum allt, gefa þeim að borða úr lófanum, baka köku, lesa, horfa á Pingu, sulla í baðvaskinum með risastóra svuntu af frænku sinni og allskonar! 

Alveg yndislegt að fá svona sætabollur að láni!

Hérna er sætasta stelpan að sitja á ofninum með frænkunni sinni...

20080321090024_19

 


Útlönd góðan dag? Hvernig get ég aðstoðað?

Er að fara til Kaupmannahafnar í fyrramálið með Möggu Móðu.

Verðum reyndar bara eina nótt og verð að halda í mér í búðunum en ég fæ nú samt að versla. Því við erum að fara að panta jólalínuna 2008. Ooooog ég get ekki beðið eftir að sjá góssið með eigin augum, fengum smá teaser sent í búðina og úff hvað þetta er fallegt.

Sumir kannski fá smá kvíðakast þegar er minnst á jól 2008 en svona virkar þetta, ef maður ætlar að vera í móð fyrir næstu jól verður maður að hugsa út í það núna. 

En af því að Maggan á afmæli á miðvikudaginn verður örugglega tekinn einn öl í lokin og einhver gúrmei matur.

Hér erum við hressar frá síðustu innkaupaferð (hvaðan kemur þessi devilish svipur??)

Köben2008 159

 


Dónalegur Feitabolli

Ég hef ekkert farið sérstaklega leynt með aðdáun mína á kisum. Finnst þær æðislegar.

Ég á einmitt tvær og stundum hef ég sagt að þau séu nánast mennsk. 

Þessi er ansi mennskur í hegðun....


Well...

...þá er ég orðin grasekkja. Og verð það þangað til á sunnudag.

Ókei, ég á yndislegan mann, alveg brjálæðislega bestur í heimi en spurning um að nýta bara tækifærið og skemmta mér alla helgina? Það er nefnilega ekki hægt að draga hann niður í bæ og dansa. Hann dansar nefnilega ekki. Punktur. Vesen.

Svo er líka spurning um að gera dót sem ég geri ekki þegar hann er heima. Svosem:

  1. Dreifa úr fötunum mínum yfir allt rúmið (hans megin líka), uppá kommóðu og jafnvel náttborðin líka! Skilja handklæðin eftir á herbergisgólfinu eftir sturtu, oh ég er svo villt! (Ok, oft eru föt svolítið dreifð um herbergið en reyni að láta það vera á afmörkuðu svæði, en núna... legg ég allt herbergið undir mig!)
  2. Hafa kjúkling í matinn. Alla dagana. Og salat og Sesarsósu.
  3. Blasta næntís tónlist ógeðslega hátt... líka allan daginn og öll kvöld.
  4. Finn örugglega eitthvað meira sniðugt að gera...


Ég er ekkert bæld ef þið haldið það og hann er ekkert brjálæðislegur snyrtipinni sem ekki má anda á, en þegar maður er giftur þarf maður að taka tillit til náúngans. Reyna að dempa aðeins gallana, fínpússa alla sorahegðun, kompromæsa og allt það. 

En núna sé ég dásamlegt tækifæri í hendi mér, fæ að vera subbulegi lúðinn sem ég er innst inni í heila fjóra daga!  

Vegna þess að stemmíngin býður upp á það ætla ég að bjóða ykkur, kæru lesendur upp á menningarefni frá tíunda áratugnum:


Shopaholic with a Mastercard?

"I´m pregnant with foodbaby!"

 Át of mikið og maginn stendur út í loftið *rop* en það var samt gott Whistling

Er búin að eiga ágætis helgi, vann á laugardaginn en var í fríi í gær og í dag, mánudag.

Hjörtur var að spila í gær með liðinu sínu Val B, í úrslitaleik við Grindavík B. Íslandsmeistaramót B liða skilst mér. Og þeir tóku þetta... naumt þó en náðu að klára þetta. Ég er ekkert sérlega íþróttalega sinnuð en tókst að verða smá stressuð og spennt og klappaði af og til, en var ekkert voða mikið í að öskra "Valur!" Gaman að sjá kallinn sinn spila aftur InLove

Ég er annars búin að vera frekar löt síðustu vikur. Fer í vinnuna og svo heim. Líklega er ég þó duglegri á heimilinu en ég var, þetta var ekkert sérlega jafnt hjá okkur, hallaði þá meira á Hjört en mig. Búin að standa mig ágætlega í stykkinu með tuskuna í annari og ryksuguna í hinni. Því ég verð að finna mér annað áhugamál en að versla. 

Veskið mitt varð ansi illa útleikið eftir Boston ferðina og varð því að draga úr öllu sem heitir neysla, en ég meina, ég á ALLT. Tek nú reyndar ekkert brjálæðislega eftir þessari "kreppu", þetta var algerlega okkur að kenna, að koma sér í svona skuldir eftir þessa utanlandsferð. En þegar ég tala um að ég eigi allt þá meina ég það.

Snyrtivörur: Ég á meira að segja aukamaskara og aukameik og á eftir að klára það sem ég er með, er alger safnari og á líklega meira en 60 augnskugga og glossin teljast líklega um 40 líka. Pointið... þarf ekki snyrtivörur næsta árið (nema jú maskara sem maður verður að skipta út á þriggja mánaða fresti) Ég á líklega yfir 20 ilmvötn og bodyspray og þá eru ótalin bodylotionin sem ég á en nota ekki. Sjampó, hárnæringar, djúpnæringar, glanssprey, hárlökk, hitavarnir, krullukrem, sléttivökva... neim it.. ég á það. Og birgðir fyrir næsta árið hið minnsta.

Fatnaður: Hvar á ég að byrja? Ég á ekki nógu stóran skáp. Ég er búin að gefa helling en samt er kommóðan að springa og skápurinn ber ekki allt sem ég þarf að hengja upp. Þar sem ég vinn í fataverslun verð ég að sjálfsögðu að ganga í því merki frá toppi til táar allan minn vinnudag svo ég kemst ekki alveg í að ganga í öllum hinum fötunum mínum, því í vinnunni minni ÞARF ég að taka út fataúttekt að upph. 20.000.- á mánuði. Svo það eykst bara í skápunum mínum.  Fjöldinn allur af kjólum, toppum, buxum, peysum... gubbast út um allt. Er líka nærfatasjúk. Og sokkabuxna og leggingssjúk. Og yfirhafnasjúk. Á líklega 5 kápur og 10 jakka.. og slá... Hvenær nota ég þetta allt? Og þarf ég meira? Nei, ekki í bili?

Ókei. Eftir þessa upptalningu er ég hrædd um að tala um skóna mína. Bara í forstofunni eru 18 pör. Þá á eftir að telja skóna í skápnum frammi á gangi. Já og það eru líka skór í skápnum inn í herbergi.

Sjitt. Do I have a problem?

Shopaholic

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband