Yndislegur frídagur!

Já var að vinna alla helgina sem ætti með réttu að vera fríhelgin mín. Átti svo mánudaginn (gærdaginn) frían. Ákvað strax á sunnudaginn að gera eitthvað almennilega afslappandi svo ég og Hjörtur drifum okkur út fyrir hádegi og hjóluðum út á Ægissíðu.

Dásamlegt veður og aðeins meiri sól en ég átti von á svo ég roðnaði nú aðeins í framan af ævintýrinu. Tókum svo strætó heim. Það var ágætis lífsreynsla fyrir konu sem tekur aaaldrei strætó. Er meira að segja að spá í að gera það oftar, er töluvert ódýrara en að nota einkabílinn um þessar mundir.

Eníhú, fengum okkur dýrindishádegismat sem frúin útbjó og fórum í laugarnar svo strax á eftir. Sátum í heitu pottunum og soðnuðum eins og skinkur í sólinni, og já, ég brann örlítið meira. Alveg geggjað veður en samt ekkert svo margir í lauginni, enda miður mánudagur.

Svo klukkan fjögur átti ég pantaðan tíma í nuddi, svo eftir algera slökun, tók enn meiri slökun við.

Er alveg harðákveðin í að svona dagar verði fleiri í sumar. Er alveg endurnærð og fín eftir þó fremur strembna vinnuviku.

Hver segir að maður geti bara slappað af í sumarfríi?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Svona daga flokka ég sem lúxusdaga og orkuhleðsludaga!Þetta er nefnilega mjög góð afslöppun. Sumarfrí í mínum huga er akkúrat það að geta ráðstafað mínum tíma eftir eigin höfði. Þá er gott að gera eitthvað svona, leggjast í flakk, eyða tíma úti í náttúrunni og komast í samband við sjálfan sig. Áfram dúllan mín með þessa stefnu. Styð þig 100%. Ciao, ljúfust!

Sigurlaug B. Gröndal, 10.6.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Agný

Gott að heyra að þú gast náð af þér búðarloku "lúkkinu " keep it up.....

Agný, 23.6.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband