22.3.2007 | 10:45
Játningar
Ég verð að koma útúr skápnum með ákveðið mál.
- Ég hef alltaf verið svag fyrir Eiríki Haukssyni. Finnst hann æðislegur.
Öfundaði alltaf skólafélaga mína sem fengu að syngja með honum á "jól alla daga" albúminu. Æji fyrst ég er byrjuð að játa þá verð ég að halda áfram.
- Mér finnst foie gras ógeðslega vont.
- Ég á það til að henda rusli útum bílgluggann og skammast mín alltaf jafn mikið þegar ég geri það, einhverskonar spastísk hreyfing sem ég get ekki ráðið við. Samt hugsa ég voðalega mikið um umhverfið. Endurvinn allan fjandann og spara rafmagn og heita vatnið eins og ég get.
- Ég er haldin kaupsýki. Mér finnst ofsalega gaman að borga. Bara eitthvað. Kaupaogkaupa, ðetts mæ þíng. Finnst ógeðslega gaman að fara í matvörubúðir. Og þarf ég að nefna fatakaup? Hef eytt svona 230 þúsund krónum í föt það sem af er ári.
- Öfundarkló er að læsa sig í innyflin á mér. Langar að vera stödd í Asíu, týna veskinu mínu, bíða í stráskýli eftir að rigningunni slotar, vera full fyrir 200 kall, fá far á svona 3gja hjóla fyrirbæri sem ég man ekki hvað heitir... og dót. Skammastu þín Gísli Bjarki fyrir að taka mig ekki með!
Athugasemdir
Hvað er þetta kona, þú gerir þetta bara í Bergen í staðinn!! MIKLU svalari staður hvort eð er ;)
bæ ðö vei... Þú ert kvenmaður! kvenmaður=kaupsýki! ;)
Ms.Curry Jones (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.