Shopaholic with a Mastercard?

"I´m pregnant with foodbaby!"

 Át of mikið og maginn stendur út í loftið *rop* en það var samt gott Whistling

Er búin að eiga ágætis helgi, vann á laugardaginn en var í fríi í gær og í dag, mánudag.

Hjörtur var að spila í gær með liðinu sínu Val B, í úrslitaleik við Grindavík B. Íslandsmeistaramót B liða skilst mér. Og þeir tóku þetta... naumt þó en náðu að klára þetta. Ég er ekkert sérlega íþróttalega sinnuð en tókst að verða smá stressuð og spennt og klappaði af og til, en var ekkert voða mikið í að öskra "Valur!" Gaman að sjá kallinn sinn spila aftur InLove

Ég er annars búin að vera frekar löt síðustu vikur. Fer í vinnuna og svo heim. Líklega er ég þó duglegri á heimilinu en ég var, þetta var ekkert sérlega jafnt hjá okkur, hallaði þá meira á Hjört en mig. Búin að standa mig ágætlega í stykkinu með tuskuna í annari og ryksuguna í hinni. Því ég verð að finna mér annað áhugamál en að versla. 

Veskið mitt varð ansi illa útleikið eftir Boston ferðina og varð því að draga úr öllu sem heitir neysla, en ég meina, ég á ALLT. Tek nú reyndar ekkert brjálæðislega eftir þessari "kreppu", þetta var algerlega okkur að kenna, að koma sér í svona skuldir eftir þessa utanlandsferð. En þegar ég tala um að ég eigi allt þá meina ég það.

Snyrtivörur: Ég á meira að segja aukamaskara og aukameik og á eftir að klára það sem ég er með, er alger safnari og á líklega meira en 60 augnskugga og glossin teljast líklega um 40 líka. Pointið... þarf ekki snyrtivörur næsta árið (nema jú maskara sem maður verður að skipta út á þriggja mánaða fresti) Ég á líklega yfir 20 ilmvötn og bodyspray og þá eru ótalin bodylotionin sem ég á en nota ekki. Sjampó, hárnæringar, djúpnæringar, glanssprey, hárlökk, hitavarnir, krullukrem, sléttivökva... neim it.. ég á það. Og birgðir fyrir næsta árið hið minnsta.

Fatnaður: Hvar á ég að byrja? Ég á ekki nógu stóran skáp. Ég er búin að gefa helling en samt er kommóðan að springa og skápurinn ber ekki allt sem ég þarf að hengja upp. Þar sem ég vinn í fataverslun verð ég að sjálfsögðu að ganga í því merki frá toppi til táar allan minn vinnudag svo ég kemst ekki alveg í að ganga í öllum hinum fötunum mínum, því í vinnunni minni ÞARF ég að taka út fataúttekt að upph. 20.000.- á mánuði. Svo það eykst bara í skápunum mínum.  Fjöldinn allur af kjólum, toppum, buxum, peysum... gubbast út um allt. Er líka nærfatasjúk. Og sokkabuxna og leggingssjúk. Og yfirhafnasjúk. Á líklega 5 kápur og 10 jakka.. og slá... Hvenær nota ég þetta allt? Og þarf ég meira? Nei, ekki í bili?

Ókei. Eftir þessa upptalningu er ég hrædd um að tala um skóna mína. Bara í forstofunni eru 18 pör. Þá á eftir að telja skóna í skápnum frammi á gangi. Já og það eru líka skór í skápnum inn í herbergi.

Sjitt. Do I have a problem?

Shopaholic

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl viiinan, mér þykir þú ótrúlega flott foodbaby mamma.
14 daga í að við fáum vonandi að sjá Möllerinn aftur.

Þú átt ekki við nein vandamál að stríða - engin......skór, föt, snyrtivörur...ótrúlega nauðsynlegir hlutir.....jæja teamfokkingtalk.

sjáumst eftir 2 tíma.

Kveðja
Möllerinn

Möllerinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

You ain´t got problem!!! Just too little space! Þetta er yndisleg frásögn, dúllan mín. Skrifaðu meira, þú ert alltof löt að blogga og segja frá. Þú ert nefnilega svo góður penni! Notaðu það í meira mæli. Ciao bebe, kveðja frá mútter.

Sigurlaug B. Gröndal, 8.4.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband