Lítil ferðasaga og frænkuknús

Jæja, þá erum við komnar heim (reyndar aðeins fyrr í vikunni...) en það var alveg ofsalega fínt.  Stóðum okkur vel í innkaupunum, tókum rúma tvo tíma í að panta jólalínuna en ómælord hvað hún er falleg. Fullt af sætum kjólum, pilsum og dúlleríi.

Þar sem við vorum búnar að panta í hádeginu var okkur boðið að borða hjá þeim, ekkert venjulegt mötuneyti þar. Sátum úti í sólinni með stóran disk af salati og kjúklingarétti. Og smá konfektmoli í eftirrétt, hittum fyrir Peter og Möller (*tíst*fyrir þá sem þekkja brandarann!) 

Ég fórnaði mér algerlega fyrir Möggu móðu í lestinni...

Sko.. þetta er þannig að við þurfun að taka lest frá Köben til bæjar sem heitir Espegærde og rétt fyrir utan borgina. Þaðan þurfum við að taka lest á búgarðinn þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru til húsa. En þegar við vorum að fara til baka var lestin á teinunum og töskurnar ennþá í skottinu á leigubílnum og Magga náttúrulega á hækjunum. Ég, ákveðin í að ná lestinni reif töskurnar úr skottinu og rauk af stað í lestina, vanmat kannski smá hæfileika Möggu móðu til þess að spretta. (Þar sem hún var jú á tveimur hækjum!)

Ég næ lestinni en þegar ég sný mér við er Magga ekki nálægt hurðinni og hún er að lokast. Ég inni í lest með báðar töskurnar okkar og hún 3 metrum frá. Ég sá bara fyrir mér á einu sekúndubroti mig fara af stað í átt til Köben og Magga föst í brautarstöðinni í Espegærde!  Svo ég, án þess að hugsa skelli mér á milli í hurðinni og ætlaðist að sjálfsögðu til þess að hún opnaðist aftur eins og lyftuhurð og það var ekki alveg að gerast strax, ég fékk nett svitapanikkast en svo opnaðist helvítið og Maggan náði að vippa sér inn í lestina.  Get ekki lýst svipnum á liðinu í lestinni. Magnað ævintýri!

Við áttum þá einhverja.. *telj* 9 1/2 tíma í flug... og hvað gerir maður þá? Fer í risastóra verslanamiðstöð að sjálfsögðu! Í Fields skunduðum við og maður minn, ég held ég hafi slegið persónulegt met! Ég verslaði ekkert á 5 klst í öllum þessum búðum. Ekkert. Nada!

Ég verslaði fyrir 140 dkk í HM á strikinu og lét það nægja, þetta er svo svakalega dýrt allt og HM er bara ekkert að standa sig, voðavoða ljót föt þarna núna eða er maður kannski orðinn svona svakalega snobbaður?

Við ákváðum að fara bara snemma út á völl, sátum þar með öl í annari og hnetur í hinni og vel hífaðar af tveimur Tuborg Gull. Já ég sver það, ég er ekki stolt af því að viðurkenna það en þegar maður sefur samtals í 8 tíma á rúmum 2 sólarhringum og búinn að ferðast og vesenast þá er ekki mikið áfengisþol í boði. Ég er svosem þekkt fyrir að vera svampur en ég var það svo sannarlega ekki á Kastrup. Við vorum svakalega fyndnar, maður minn! Hlógum eins og brjálæðingar af einhverju sem bara okkur fannst fyndið á milli þess sem við "stukkum" upp að reykja og hlupum 7km á næsta klósett!

Fengum svo heila sætaröð á mann á leiðinni heim, sérstaklega kósí. Lentum á alveg yndislegri flugfreyju, breiddi yfir mig teppi á miðri leið! Algert krútt!

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Er núna í nokkurra daga fríi og er búin að vera með Sóleyjarkrúttið mitt í næturpössun. Litla eðlan sefur núna hádegisblundinn sinn og jiiii það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur! Búnar að elta kisur útum allt, gefa þeim að borða úr lófanum, baka köku, lesa, horfa á Pingu, sulla í baðvaskinum með risastóra svuntu af frænku sinni og allskonar! 

Alveg yndislegt að fá svona sætabollur að láni!

Hérna er sætasta stelpan að sitja á ofninum með frænkunni sinni...

20080321090024_19

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Frábær ferðasaga, dúllan mín. Þið hafið verið í aksjón!. Þið eruð nú barasta sætastar þið tvær dúllurnar!. Þetta er svo góð mynd af ykkur. Mín hefur greinilega verið í essinu sínu með litlu dúlluna. Hvað ég kannanst eitthvað við þetta með vaskinn og stórar svuntur!.  Þið eruð bestar.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.4.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Agný

Þessi ferðasaga þín minnir mig svolítið á lestarferðirnar mínar í sumar í Danmörk...Uppgötvaði að það er sko hægt að fá lestar"riðu" eins og sjó"riðu"... Ferlegt þegar manni finnst maður vagga eins og skip í ólgusjó  þó að maður standi kyrr....kanski ekki skrítið þegar maður ferðaðist með lest x tíma svo gott á hverjum degi í 2 vikur...Svolítið irony að lenda svo í því að vera beðinn um leiðbeiningar í sambandi við  hvaða lest á að taka og af hvaða platformi af heimafólki...

Agný, 29.4.2008 kl. 04:37

3 Smámynd: Agný

má ekki gleyma að segja að ég gat sko reddað liðinu hehe...

Agný, 29.4.2008 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband