4.6.2008 | 09:47
Löngu hætt að fara í bíó
Ég hætti að fara í bíó fyrir löngu.
Það er bara engann veginn skemmtun í mínum huga að sitja fyrir framan risaskjá með hljóðið svo hátt stillt að ég hrekk í kút í hvert skipti sem eitthvað markvert gerist í myndinni. Láta bjóða mér uppá það að það sé slökkt á myndinni í kannski svaka spennusenu í miðri mynd og jafnvel byrjar myndin ekki einu sinni á sama stað aftur.
Að borga t.d 650kr fyrir lítið popp, kókdreitil og súkkulaðistykki eru ekki kostakjör og svo eru kannski unglingakjánar að trufla mann með blaðri í síma, sms pípi, flissi og almennu veseni. Kannski er ég bara orðin svona gömul?
Að fara í bíó er góð skemmtun...
...Eh nei!!
Bíómiðinn kominn upp í 1.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið óskaplega er ég sammála þér þarna! Finnst fátt leiðinlegra ... vil bara vera heima í rólegheitum og friði að horfa á mína bíómynd
Rannveig Lena Gísladóttir, 4.6.2008 kl. 12:54
Mæli bara með popp og kók heima í stofu! Miklu huggulegra heima!
Sigurlaug B. Gröndal, 4.6.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.