Ahh... Boston Celtics.

Fór á leik með Celtics í Boston í febrúar. Dásamleg stemning.

Ég er svosem ekki þekkt fyrir brjálæðislegan áhuga á íþróttum en ákvað að koma manninum mínum á óvart og kaupa handa honum/okkur miða á leik Knicks og Celtics. Hann varð nefnilega þrítugur tveimur dögum fyrr og verið í körfubolta helming sinnar ævi og við vorum hvorteðer á leiðinni til Boston.

Fengum æðisleg sæti á fínu verði alveg, (ódýrara en ég hélt að fara á NBA leik) sátum í 8 röð, skáhallt fyrir aftan körfuna.

a910_21

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sátum þar sem guli hringurinn er

 Það er ógleymanlegt að fara á svona leik.. ilmurinn af poppi, svita og heitum pylsum blandast við "orgelleikinn" sem flestir körfuboltaaðdáendur þekkja. Grænir "foamfingers" í annari og "Big gulp" í hinni. Allir að hvetja sína menn áfram, gargandi, öskrandi.. já eða púandi eftir því hvernig liðinu gengur. Fólk mislengi að átta sig á því að myndavélin er í fésinu á þeim og fésið á risaskjá yfir vellinum.  Hálfberar klappstýrur í leikhléum...

Já og frekar spes völlur, ofsalega hátt til lofts og áhorfendapallar taka mikið pláss en völlurinn sjálfur er eiginlega bara pínulítill. Ofsalega fegin að hafa ekki verið að nískast eins og mín er von og vísa og keypt sæti upp í rjáfri! Happy

En þetta var dásamlegt alveg. Mæli með því að fara á NBA leik, og það er alls ekki verra að fara á leik með svona góðu liði eins og Boston er með þetta árið.

Óþarfi að taka það fram að Boston vann leikinn. 111 stig gegn 103. 


mbl.is Boston komið í 2:0 gegn Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BostonInga

Horfði einmitt á síðustu minuturnar, góður leikur sýndist mér þótt að Celtics hefðu getað unnið þetta stærra, eða með meiri mun.  Nú er bara að vona að sigurganga þeirra haldi áfram í LA.

Knús frá Boston

BostonInga, 9.6.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband