Játningar

Ég verð að koma útúr skápnum með ákveðið mál. 

  • Ég hef alltaf verið svag fyrir Eiríki Haukssyni. Finnst hann æðislegur.

Öfundaði alltaf skólafélaga mína sem fengu að syngja með honum á "jól alla daga" albúminu. Æji fyrst ég er byrjuð að játa þá verð ég að halda áfram.

  • Mér finnst foie gras ógeðslega vont.
  • Ég á það til að henda rusli útum bílgluggann og skammast mín alltaf jafn mikið þegar ég geri það, einhverskonar spastísk hreyfing sem ég get ekki ráðið við. Samt hugsa ég voðalega mikið um umhverfið. Endurvinn allan fjandann og spara rafmagn og heita vatnið eins og ég get.
  • Ég er haldin kaupsýki. Mér finnst ofsalega gaman að borga. Bara eitthvað. Kaupaogkaupa, ðetts mæ þíng. Finnst ógeðslega gaman að fara í matvörubúðir. Og þarf ég að nefna fatakaup? Hef eytt svona 230 þúsund krónum í föt það sem af er ári. Whistling
  • Öfundarkló er að læsa sig í innyflin á mér. Langar að vera stödd í Asíu, týna veskinu mínu, bíða í stráskýli eftir að rigningunni slotar, vera full fyrir 200 kall, fá far á svona 3gja hjóla fyrirbæri sem ég man ekki hvað heitir... og dót. Skammastu þín Gísli Bjarki fyrir að taka mig ekki með! Crying

 


Ég er að vorkenna mér voðalega mikið...

...af því að ég er svoo lasin!

Hef legið í flensu síðan á sunnudag og er ekkert að batna. Djöfulsins ógeðsviðbjóður er þetta!

Maður á aldrei að segjast sleppa við svona pestir, montaði mig ógurlega af því í vinnunni fyrir ca. 3 vikum síðan að ég slyppi alltaf við svona pestir. Daginn eftir fékk ég ógeðslega magapest og ekki mörgum dögum síðar fæ ég ógeðslega flensu með öllu. 

Maður á að steinhalda kjafti! 


Þessi slys

Hvað er þetta með Suðurlandsveginn þessa dagana? Númer hvað er þetta slys síðustu tvær-þrjár vikur? 

Keyrir fólk eins og bjánar, er þetta veðrið, vegurinn?

Vona að það sé í lagi með fólk. 


mbl.is Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs umferðarslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef fært mig

Sælar!

 Ákvað að færa mig hingað af blogger.com kerfinu. Þvílíkt vesen sem mér fannst það og af þeim sökum hætti ég að blogga. Eða það var kannski ekki meðvituð ákvörðun, þetta dó bara út.

En hérna vonast ég til þess að nenna að skrifa kannski oftar. Er tíður gestur á mbl.is og sjálfsögðu á maður að velja íslenskt. Svo er líka svo sniðugt að geta bloggað um ákveðnar fréttir. Magnað.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband