19.9.2007 | 09:10
Ég verð bara að tjá mig um þetta!
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg svona fréttir.
Með reglulegu millibili koma svona "fórnarlömb" og segjast sjá eftir aðgerðinni og þeim líður svo illa og hvað eina. Vara fólk við að fara í aðgerðina og hvetja fólk sem þjáist af banvænni offitu, komið jafnvel 75-130 kg YFIR kjörþyngd að reyna aðra leið.
Afsakið en hvaða önnur leið er í boði fyrir okkur?
Nú fór ég í sömu aðgerð fyrir tja, einu og hálfu ári síðan og ég vissi upp á hár að þetta væri áhætta sem ég væri að taka. Ég gæti orðið heilbrigð, hamingjusöm í kjörþyngd eða ég gæti fengið fylgikvilla sem gætu fylgt mér út lífið. Og mér var strax gert í ljós að öll þau andlegu vandamál sem ég kynni að stríða við myndu EKKI lagast með aðgerðinni. Þunglyndi er ekki hægt að skera burt í leiðinni t.d
Ég ákvað að taka áhættuna, ég væri með sama áframhaldi að drepa mig, kannski bara aðeins hægar?
Ég sé ekki eftir minni ákvörðun í dag. Hef lést um 75kg. Og ég get sagt það án þess að blikka augunum að mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni. Bæði líkamlega og andlega. Er komin í langþráða kjörþyngd (hef haldið mér í kjörþyngd í hátt í 9 mánuði) Ég passa í hvaða föt sem ég vil, ég get hlaupið á hlaupabrettinu í ræktinni ótrúúúlega lengi án þess að fá andarteppu eða kafna í eigin brjóstun (hvort sem yrði á undan) , ég GET borðað góðan mat en get ekki borðað óhollan mat. Það er stór munur á þessu tvennu. Ég get farið út að dansa og dansað allt kvöldið og nóttina án þess að pústa úr nös. Ég hef losnað við vöðvabólgu, stoðkerfisverki og slæmt bakflæði. Kæfisvefn er löngu hættur að sjá sig og sykursýkin sem var handan við hornið sneri við á punktinum.
Ég þjáist ekki af neinum fylgikvillum. Ég tel það ekki vera kvilla að þola ekki mjólk því það skiptir mig ekki neinu einasta máli, finnst hún ferlega vond bara. Já ég þarf að taka vítamín á hverjum degi en það vissi ég fyrir og hefði hvort eð er verið að taka vítamín á hverjum degi án aðgerðar.
Ég er grönn og það er aðgerðinni að þakka og ég er líka hamingjusöm og það er einungis mér sjálfri að þakka!
Hefur losnað við 100 kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr! Frábært að einhver sem hefur jákvæða reynslu af þessari aðgerð láti heyra í sér! Alveg sammála þér með það að umræðan sem hefur fylgt þessum hjáveituaðgerðum hefur ekki verið jákvæð.
Hef líka bara séð það á þér hvað þú geislar og hvað Gísli talar um hvað þú sért ánægð með lífið.
Kær kveðja, Vala svala
Vala vinkona Gísla (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:22
Sæl og blessuð. Ég einmitt las greinina og hugsaði það sama og þú nema hvað að ég hef ekki farið í þessa aðgerð og vona að ég þurfi þess aldrei. Vildi bara hrósa þér fyrir jákvæðnina og fyrir að horfa akkurat rétt á vandann sem fylgir þessari erfiðu aðgerð.
Það er rosalega stór kostur að geta litið á björtu hliðarnar í því neikvæða eða óþæginalega og hér til dæmis að geta ekki borðað óhollt :P það er gott að sjá að þér finnst það bara mjög jákvætt :)
Haltu áfram að hreyfa þig og að hugsa um heilsuna!
Bestu Kveðjur
Drífa
Drífa (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 09:43
Sæl, Valgerður. Mér finnst alveg frábært að þú hafir fengið þetta tækifæri, gangi þér bara sem allra best.
Baráttukveðjur og ég bið að heilsa mömmu þinni.
Benedikt Halldórsson, 19.9.2007 kl. 17:19
Takk fyrir þetta Benni minn, bið að heilsa sömuleiðis :)
Lísa: Það er svo auðvelt að kenna öðrum um eigin veikleika, það er bara heila málið. Vona að þetta lagist hjá henni.
Drífa: "Always look on the bright side of life...."
Vala: Takk fyrir falleg orð *knús*
Valgerður G., 19.9.2007 kl. 17:32
Sjá munin á þér kona,,,,,Vertu ekki að hlusta á fordóma fólksins. Hver veit nema sem reynt hefur. Öllum alvarlegum ákvörðum í lífinu fylgir áhætta og í þínu tilfelli hefðir þú tekið enn meiri áhættu með heilsu þína að gera ekki neitt.
Ég óska þér innilega til hamingju.
Halla Rut , 19.9.2007 kl. 21:48
Þetta var sko greinilega rétt ákvörðun hjá þér, þú lítur ekkert smá vel út!!
En ég skil ekki heldur þessa frétt, hvað er hún að segja okkur? Algjörlega tilgangslaus.
Kveðja,
Guðrún Mávur;)
Guðrún (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 15:58
Valla mín ég er svo innilega sammála þér. Ég fór í aðgerðina fyrir 10 mánuðum og fyrir stuttu síðan náði ég þeim áfanga að komast úr offitu, ég er s.s. ekki lengur offitusjúklingur. Búin að léttast um 58 kíló og nýt lífsins.
Af hverju var ég of feit, jú ég borðaði of mkið og hreyfði mig of lítið. En hvers vegna, spurning sem fáir ná að svara. Ástæðurnar hafa verið margar. Ég fór í gegnum meðferðina á Reykjalundi þar sem starfar frábært fólk sem upplýsti mig um allt það sem aðgerðina getur haft í för með sér. Einnig fékk ég frábærar upplýsingar, hvatningu og leiðsögn á Landspítalanum áður en ég var skorin.
Ég borða allan mat, þ.e. að segja sem fer vel í mig. Mjólkin fer illa í mig og þá sneiði ég framhjá henni, skiptir mig litlu og eftir því sem líður lengra frá því verri þykir mér hún. Feitur og brasaður matur fer illa í mig og þá er ég ekki að borða hann. Vítamínin eru mér nauðsyn og ég fer ekki að sleppa þeim ekkert frekar en háþrýstingssjúklingurinn sem vinnur með fer að sleppa sínum lyfjum.
Boltinn er hjá mér, það er mitt að byggja mig upp bæði líkamlega og andlega. Aðgerðin gaf mér ákveðið forskot en það er mitt að viðhalda hamingjunni. Stoðverkir horfnir og hleyp ég um holt og hæðir eins og lamb að sumri. Engin vöðvabólga, hroturnar horfnar, þunglyndi horfið (held samt áfram að fylgjast með sjálfri mér og vera meðvituð um mína andlegu líðan) og ég einstaklega hamingjusöm og frjáls.
Bestu kveðjur, Anna
Anna (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:31
Hæ skvís...
Þú lítur ljómandi vel út, ljómar alveg! Góð orðin hjá þér á blogginu, svo rétt og svo sönn.
Ég, eins og þú, sætti mig alveg við að geta ekki borðað hvað sem er alveg út í eitt. Ég get reyndar borðað flestar tegundir en einhverjar fara ekki vel í mig og kommon.... hver vill ekki líta vel út í stað þess að borða óhollustu út í eitt? Hver velur ekki þann kost að lifa í stað þess að deyja vegna matar?
Þunglyndi læknast hvorki með skurðaðgerð né með því að borða... það þarf að vinna með það á allt annan hátt... x fyrir lífið!
Ég segi eins og þú að ég er svo sátt við það að geta hlaupið í ræktinni... já og gengið á fjöll, farið í fótbolta við strákinn minn, verslað mér föt í venjulegum búðum og verið ánægð með mig þegar ég fer út úr húsi...
Fyrir mig var aðgerðin frelsun frá gífurlega miklum astma, bakflæði og fleiru. Ég get leyft mér að smakka hluti og fer sátt að sofa þó ég hafi ekki fengið mér 3-5 sinnum á diskinn.
Go go girl!
Gulla (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.