28.9.2007 | 08:49
Morgunhani!
Ég hef alltaf haldið því statt og stöðugt fram að ég sé A manneskja. Það sannaðist enn og aftur að eftir morgunskemmtunina í gærmorgun, svanasöng hins yndislega unga nágranna, að svo sé.
Ég var sofnuð rétt fyrir 22:00 og vaknaði brjálað hress kl 4:45. Er þetta ekki bara rugl? Frábært, ég ætlaði svo sannarlega að reyna að hemja hressleikann og halda áfram að sofa en ekkert gekk því þetta frábæra lag ómaði á hæsta styrk í hausnum á mér. http://youtube.com/watch?v=3LW8dKMBuUI
Það var því ekkert annað að gera í stöðunni en að halda bara áfram að vera svona ógeðslega glaðvakandi og bíða eftir því að leikfimimiðstöðin mín opnaði kl 6.
Svo ég var nákvæmlega kl 6:02 hlaupandi eins og klikkæðingur með þetta lag á hæsta styrk. (Náði núna að hlaupa á 9.2 á heilar 8 1/2 mínútu samfleytt)
Mæli annars með þessu lagi http://youtube.com/watch?v=x5dm7AYZ-tg þegar maður þarf að rífa sig áfram á hlaupabrettinu
Athugasemdir
Vov, bara brjáluð stemmning! Þó að ég geti nú verið ærið hressa á morgnana, þá kemst ég ekki með tærnar þar sem þú hefur hælana þessa dagana. Hvernig ferðu að þessu?
Sigurlaug B. Gröndal, 28.9.2007 kl. 15:37
Úff, hvað ég vildi að ég væri svona hress
Lovísa , 29.9.2007 kl. 21:09
Neih blessaður vinur minn
Alltaf gaman að lesa svona blogg það verður allavegana einhver að vera duglegur í þessu ekki er ég það ég held að ég hafi búið til 2-3 síður alltaf hætt eftir smá tíma líf mitt er ekki það skemmtilegt að ég þurfi að segja öllum frá því ... lol en velkomin í líkamsræktarhópinn þú ert bara mega dugleg mar svona á þetta að vera þú veður komin með bakteríuna eftir smá tíma he he bara mega stuð í ræktinni.... en jæja vinur minn ég ætla ekki að vera skrifa neitt meira hérna gæti endað í einhverjari vitleysu við sjáumst vonandi fljótlega ... he he
Lov jú
Erla
Erlitzzz (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.