11.12.2007 | 20:14
Ég bloggaði! Um jól!
Ég er rosalega mikið jólabarn. Alveg svakalegt.
Eiginlega eins og Mrs. Krank í "Christmas with the Kranks"
Allavega þá er ég búin að afreka þónokkuð þó ekki sé liðið lengra fram í desember en þetta.
Hef gert eftirfarandi:
Keypt allar jólagjafir
Skrifað helminginn af jólakortunum
Bakað 4 sortir og 2 sortir af konfekti
Búin að setja seríur eða ljós í hvern einasta glugga
Gera piparkökuhús (með aðstoð eiginmannsins)
Gera piparkökufígúrur sem ég hef hengt upp
Skreytt pínu...
Sko þó ég baki, þá borða ég nánast ekkert af þessu. Finnst þetta bara ofsalega gaman og róandi. Gaman að eiga eitthvað til þess að bjóða gestum og gangandi. Ég smakka örlítið en þarf ekki mikið til þess að fá nett í magann svo ég læt þetta eiga sig að mestu. En það bara koma ekki jól nema að ég baki eins og ég eigi lífið að leysa. Svo er ég ekki að banna heimilisfólki að snerta á góssinu, nenni ekki að fara út með herlegheitin í mars og gefa smáfuglunum.
Annars er farið aukast heldurbetur í vinnunni, fólk alveg að missa sig í innkaupum. Það er nánast að maður er genginn niður á göngunum ef maður er ekki á sama 70 km hraðanum og restin af lýðnum. Ferlegt alveg.
Athugasemdir
Blessuð, vissi ekki að þú værir með blogg kona góð, enn núna veit ég það og á örugglega eftir að kíkja við annað slagið....
Enn ég er sammála þér með stressið og lætin í fólki, ég verð að vísu ekki svo vör við þetta hérna í DK, sem betur fer... ,)
Gleðileg Jól Valla mín
Halla Rós (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:51
Gleðileg jól nafna og bloggvinkona - með bestu kveðju frá Hafnarfirði
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.