Ég er alltaf á leiðinni að koma með færslu...

...en svo gleymi ég því.

 

Búið að vera brjálað að gera, fór til Kaupmannahafnar í vinnuferð, ráðstefna, innkaup, tískusýning og tískuvikan. Mikil vinna en ofsalega skemmtileg.

Einkunnarorð ferðarinnar eru klárlega: Gulla, Jakob Möller og Sæææl Viiiinan!

Kom heim í sólarhring og hélt þá vestur um haf með eiginmanninum sem varð þrítugur 2 dögum fyrr (missti af afmælinu :()

Tilgangur þeirrar ferðar var aðallega að versla á hann, því ekkert fæst af fötum hérna heima á menn sem eru hærri en 180cm. Hvað þá þá sem eru aaaðeins yfir 2 metrana.  Við fórum út með 15 kg en komum heim með 100kg. Segir það eitthvað?

Ég er svo snobbuð að ég verslaði nánast ekkert af fötum í Amríku. Fíla engan veginn þessa GAP/Old Navy tísku. Fann smotterí í H&M og svo mökkaði ég bara sjampó, snyrtivörur og skó... Og já, núna í forstofunni minni eru 18 pör af mínum skóm og  10 stk af hans. Þá er ótalið skór í skápum á heimilinu, þarf ég hjálp? Neeeeeinei.  Keypti einnig Redken og Tigi fyrir alla peningana! Hvað er það að borga 15$ fyrir Redken Sjampó og næringu? Kaupir sjampó á 14$ og færð næringuna á 1$! Það er sko gjöf en ekki sala!

Visakortið er ansi sviðið og verður klippt við fyrsta tækifæri.

Svo núna á föstudag 29. feb fór ég á G&G hitting. Ógeðslega gaman að hitta þetta lið aftur, og endaði á brjáluðu djammi með Binna og Hjördísi! Skreið heim kl 5: 30 algerlega raddlaus og er það enn á sunnudagseftirmiðdegi! En er svolítið lasin svo það er kannski ekkert bara djammið? Eða? Neinei.

Pant djamma aftur með Binna og Hjördísi ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband