Þrjóskuköttur

Við eigum tvær kisur, fress og læðu. Ég á fressinn, kallinn á læðuna.

 Fressinn heitir Kastró og elskar mig voða voða mikið. Mikið meira en vant er eftir að ég kom frá Boston. Hann hefur saknað mín greinilega svo mikið þetta grey að það er ekki séns að ég fái að pissa ein. Eða eitthvað annað...

Hann sefur upp í, og hefur alltaf gert eftir að ég fékk hann fyrst. Stundum hefur hann ekki nennt því og sofið á einhverjum hinna uppáhaldsstaðanna sinna.  En nú? Hann fer ekki meira en 50 cm frá mér.

Akkúrat í þessum töluðu orðum sefur hann fyrir aftan mig á skrifborðsstólnum. Ég er hætt að sofa á nóttunni því hann sefur bara Á mér. Þó ég fleygi honum út í horn, þá er hann fljótur að koma til baka og ef hann ætlar að vera sérlega töff, þá fer hann undir sængurverið (ofan á sængina) og þá er svolítið erfiðara að ná honum. Hann veit hvað hann er að gera helvískur!  (Nú í þessum töluðu orðum var dýrið að stynja fyrir aftan mig..!)

kastró

 

 

 

 

 

 

 

 

Honum finnst hann ekkert sérlega dekraður en er þetta eðlilegt?

 maí 032


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband