Færsluflokkur: Bloggar

Ipodinn!

Svakalegt! Sit upp I sofa med nyjustu graeju heimilisins, iPod touch...og get bloggad a kvikindinu :o
Thetta tekur hinsvegar sma tima svo eg er haett I bill ; )

Þrjóskuköttur

Við eigum tvær kisur, fress og læðu. Ég á fressinn, kallinn á læðuna.

 Fressinn heitir Kastró og elskar mig voða voða mikið. Mikið meira en vant er eftir að ég kom frá Boston. Hann hefur saknað mín greinilega svo mikið þetta grey að það er ekki séns að ég fái að pissa ein. Eða eitthvað annað...

Hann sefur upp í, og hefur alltaf gert eftir að ég fékk hann fyrst. Stundum hefur hann ekki nennt því og sofið á einhverjum hinna uppáhaldsstaðanna sinna.  En nú? Hann fer ekki meira en 50 cm frá mér.

Akkúrat í þessum töluðu orðum sefur hann fyrir aftan mig á skrifborðsstólnum. Ég er hætt að sofa á nóttunni því hann sefur bara Á mér. Þó ég fleygi honum út í horn, þá er hann fljótur að koma til baka og ef hann ætlar að vera sérlega töff, þá fer hann undir sængurverið (ofan á sængina) og þá er svolítið erfiðara að ná honum. Hann veit hvað hann er að gera helvískur!  (Nú í þessum töluðu orðum var dýrið að stynja fyrir aftan mig..!)

kastró

 

 

 

 

 

 

 

 

Honum finnst hann ekkert sérlega dekraður en er þetta eðlilegt?

 maí 032


Ég er alltaf á leiðinni að koma með færslu...

...en svo gleymi ég því.

 

Búið að vera brjálað að gera, fór til Kaupmannahafnar í vinnuferð, ráðstefna, innkaup, tískusýning og tískuvikan. Mikil vinna en ofsalega skemmtileg.

Einkunnarorð ferðarinnar eru klárlega: Gulla, Jakob Möller og Sæææl Viiiinan!

Kom heim í sólarhring og hélt þá vestur um haf með eiginmanninum sem varð þrítugur 2 dögum fyrr (missti af afmælinu :()

Tilgangur þeirrar ferðar var aðallega að versla á hann, því ekkert fæst af fötum hérna heima á menn sem eru hærri en 180cm. Hvað þá þá sem eru aaaðeins yfir 2 metrana.  Við fórum út með 15 kg en komum heim með 100kg. Segir það eitthvað?

Ég er svo snobbuð að ég verslaði nánast ekkert af fötum í Amríku. Fíla engan veginn þessa GAP/Old Navy tísku. Fann smotterí í H&M og svo mökkaði ég bara sjampó, snyrtivörur og skó... Og já, núna í forstofunni minni eru 18 pör af mínum skóm og  10 stk af hans. Þá er ótalið skór í skápum á heimilinu, þarf ég hjálp? Neeeeeinei.  Keypti einnig Redken og Tigi fyrir alla peningana! Hvað er það að borga 15$ fyrir Redken Sjampó og næringu? Kaupir sjampó á 14$ og færð næringuna á 1$! Það er sko gjöf en ekki sala!

Visakortið er ansi sviðið og verður klippt við fyrsta tækifæri.

Svo núna á föstudag 29. feb fór ég á G&G hitting. Ógeðslega gaman að hitta þetta lið aftur, og endaði á brjáluðu djammi með Binna og Hjördísi! Skreið heim kl 5: 30 algerlega raddlaus og er það enn á sunnudagseftirmiðdegi! En er svolítið lasin svo það er kannski ekkert bara djammið? Eða? Neinei.

Pant djamma aftur með Binna og Hjördísi ;) 

 


Ég bloggaði! Um jól!

Ég er rosalega mikið jólabarn. Alveg svakalegt.

Eiginlega eins og Mrs. Krank í "Christmas with the Kranks"

Allavega þá er ég búin að afreka þónokkuð þó ekki sé liðið lengra fram í desember en þetta.

Hef gert eftirfarandi:

Keypt allar jólagjafir

Skrifað helminginn af jólakortunum

Bakað 4 sortir og 2 sortir af konfekti 

Búin að setja seríur eða ljós í hvern einasta glugga

Gera piparkökuhús (með aðstoð eiginmannsins)

Gera piparkökufígúrur sem ég hef hengt upp

Skreytt pínu...

Sko þó ég baki, þá borða ég nánast ekkert af þessu. Finnst þetta bara ofsalega gaman og róandi.  Gaman að eiga eitthvað til þess að bjóða gestum og gangandi. Ég smakka örlítið en þarf ekki mikið til þess að fá nett í magann svo ég læt þetta eiga sig að mestu. En það bara koma ekki jól nema að ég baki eins og ég eigi lífið að leysa. Svo er ég ekki að banna heimilisfólki að snerta á góssinu, nenni ekki að fara út með herlegheitin í mars og gefa smáfuglunum.

Annars er farið aukast heldurbetur í vinnunni, fólk alveg að missa sig í innkaupum. Það er nánast að maður er genginn niður á göngunum ef maður er ekki á sama 70 km hraðanum og restin af lýðnum. Ferlegt alveg. 


Morgunhani!

Ég hef alltaf haldið því statt og stöðugt fram að ég sé A manneskja. Það sannaðist enn og aftur að eftir morgunskemmtunina í gærmorgun, svanasöng hins yndislega unga nágranna, að svo sé.

Ég var sofnuð rétt fyrir 22:00 og vaknaði brjálað hress kl 4:45. Er þetta ekki bara rugl?  Frábært, ég ætlaði svo sannarlega að reyna að hemja hressleikann og halda áfram að sofa en ekkert gekk því þetta frábæra lag ómaði á hæsta styrk í hausnum á mér. http://youtube.com/watch?v=3LW8dKMBuUI

Það var því ekkert annað að gera í stöðunni en að halda bara áfram að vera svona ógeðslega glaðvakandi og bíða eftir því að leikfimimiðstöðin mín opnaði kl 6.

Svo ég var nákvæmlega kl 6:02 hlaupandi eins og klikkæðingur með þetta lag á hæsta styrk.  (Náði núna að hlaupa á 9.2 á heilar 8 1/2 mínútu samfleytt)

Mæli annars með þessu lagi http://youtube.com/watch?v=x5dm7AYZ-tg þegar maður þarf að rífa sig áfram á hlaupabrettinu LoL

 

 

 


Er manni viðbjargandi?

Ég var vöknuð klukkan sex. Ótrúlega ógeðslegt veðrið, rigning og stormur svo það hvín og syngur í öllu. En það var samt ekki það sem vakti mig heldur öskrandi kvikindið á hæðinni fyrir ofan. (Maður verður bitur þegar maður missir nætursvefn marga daga í röð)

"Kvikindið" er 14 mánaða gamalt barn. Mætti stundum halda að það væri andsetið því öskrin eru þvílík.  Hann grætur ekki, hann kjökrar ekki heldur bókstaflega öskrar. Hann öskrar svo mikið og hátt að manni finnst hann vera bara í rimlarúmi beint við hliðina á mínu.

Ég finn óskaplega til með foreldrunum, því hann hefur gargað "nonstop" síðan hann fæddist. Fæ sting í hjartað þegar ég mæti mömmunni á ganginum, með tóm augun sem öskra hljóðlega "Hjálp! Ég get ekki meir! Verð að fá að sofa!"

 

Ég er ennþá á fullu í að taka til í lífinu. Gengur bara bærilega svo ég segi sjálf frá.  Er ennþá hætt að reykja og sakna þess ekki snitti. Er líka ennþá í ræktinni og er nú komin með þokkalega vöðva þrátt fyrir að hafa ekki æft lengur en raun ber vitni, auk þess sem ég get hlaupið stanslaust á 9.2 í heilar sex mínútur. Gæti meira að segja hlaupið aðeins lengur en er alltaf að bæta við tímann.  Menn þurfa að átta sig á því að ég hef aldrei hreyft mig að ráði og hef reykt nánast stanslaust í 13 ár.

Fór líka í að taka til í fjármálum. Ég er eyðsluglöð fram úr hófi. Og vitiði, í heimabankanum mínum get ég stjórnað hversu mikla yfirdráttarheimild ég get fengið mér. Trúið mér, þessi fídus er aldrei notaður til þess að lækka hana.  Nú, svo ég ákvað eftir að rann upp fyrir mér ljós að lausaskuldirnar voru orðnar svo háar að ég hefði getað keypt mér draumabílinn útúr kassanum eða gert bæði upp eldhúsið og baðið að það væri tími til kominn að gera eitthvað í málunum, í stað þess að rúlla þessu endalaust á undan mér.

Ég fór titrandi með hjartsláttartruflanir, ógleði og svita eftir bakinu niður í banka, og meira að segja þurfti ég að taka skyndijóga og hugleiðslu meðan ég beið eftir þjónustufulltrúanum (aldrei verið mikið fyrir að bíða).

 9135~Stressed-is-Desserts-Posters

Hitti þar fyrir indæla konu, passaði mig meira að segja á að fara ekki í mitt gamla útibú því það er svoo langt í burtu Blush Allavega, við komumst að því að það væri besta leiðin að taka eitt stórt lán fyrir öllum herlegheitunum og byrja að spara. Og það væri líka sniðugt að setja aukapening inn á höfuðstólinn mánaðarlega svo við myndum greiða lánið hraðar niður.

En ég gleymdi samt að láta hana taka út þennan yfirdráttarfídus í heimabankanum, verð aðmuna að biðja hana um að gera þetta lítilræði fyrir mig, annars er ég í djúpum skít. Þetta er síðasta hálmstráið nefnilega, svolítið eins og hjáveituaðgerðin, ef ég klúðra þessu að þá er mér ekki viðbjargandi Errm

Planið er s.s þetta: Borga yfirdrætti og eitt lítið skitið skuldabréf. Loka visakortum. Vera bara með eitt debetkort. Borga inná lán aukalega. Safna fyrir því sem mig langar í. Já þetta er svona helsta.

Ef þið lumið á nettum sparnaðarráðum, endilega deilið þeim með mér. Veit hvernig á að spara í mat svo það er ekki vandamál. Meira svona "heimilisbókhaldsaðhaldsráð".

 


Ég verð bara að tjá mig um þetta!

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg svona fréttir. 

Með reglulegu millibili koma svona "fórnarlömb" og segjast sjá eftir aðgerðinni og þeim líður svo illa og hvað eina. Vara fólk við að fara í aðgerðina og hvetja fólk sem þjáist af banvænni offitu, komið jafnvel 75-130 kg YFIR kjörþyngd að reyna aðra leið.

Afsakið en hvaða önnur leið er í boði fyrir okkur? 

Nú fór ég í sömu aðgerð fyrir tja, einu og hálfu ári síðan og ég vissi upp á hár að þetta væri áhætta sem ég væri að taka. Ég gæti orðið heilbrigð, hamingjusöm í kjörþyngd eða ég gæti fengið fylgikvilla sem gætu fylgt mér út lífið. Og mér var strax gert í ljós að öll þau andlegu vandamál sem ég kynni að stríða við myndu EKKI lagast með aðgerðinni. Þunglyndi er ekki hægt að skera burt í leiðinni t.d

Ég ákvað að taka áhættuna, ég væri með sama áframhaldi að drepa mig, kannski bara aðeins hægar?

Ég sé ekki eftir minni ákvörðun í dag. Hef lést um 75kg. Og ég get sagt það án þess að blikka augunum að mér hefur aldrei liðið eins vel á ævinni. Bæði líkamlega og andlega.  Er komin í langþráða kjörþyngd (hef haldið mér í kjörþyngd í hátt í 9 mánuði) Ég passa í hvaða föt sem ég vil, ég get hlaupið á hlaupabrettinu í ræktinni ótrúúúlega lengi án þess að fá andarteppu eða kafna í eigin brjóstun (hvort sem yrði á undan) , ég GET borðað góðan mat en get ekki borðað óhollan mat. Það er stór munur á þessu tvennu.  Ég get farið út að dansa og dansað allt kvöldið og nóttina án þess að pústa úr nös. Ég hef losnað við vöðvabólgu, stoðkerfisverki og slæmt bakflæði. Kæfisvefn er löngu hættur að sjá sig og sykursýkin sem var handan við hornið sneri við á punktinum.

Ég þjáist ekki af neinum fylgikvillum. Ég tel það ekki vera kvilla að þola ekki mjólk því það skiptir mig ekki neinu einasta máli, finnst hún ferlega vond bara. Já ég þarf að taka vítamín á hverjum degi en það vissi ég fyrir og hefði hvort eð er verið að taka vítamín á hverjum degi án aðgerðar. 

Ég er grönn og það er aðgerðinni að þakka og ég er líka hamingjusöm og það er einungis mér sjálfri að þakka! 


mbl.is Hefur losnað við 100 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjoppíng sprí!

Hætt við að hætta við að hætta.

Fór og keypti mér í staðinn kort í ræktina. Og úr. Og stígvél. Og hettupeysur og boli í ræktina.

Sparnaður reykleysis 1128.-

Kosnaður reykleysis 28.320.- (Þá er ekki talið leikfimikortið sem verður skuldfært af reikningi)

Gvuð hvað ég er hamingjusöm! Grin

Og það er líka föstudagur á morgun!  


Fór í bíó, langar að reykja og lita á mér hárið

Er að undirbúa fall, þrátt fyrir að hafa lesið mig í kaf af "hættareykjabókum". Helvítis heita helvíti, er bara ekki tilbúin í þetta!

Er ekki tilbúin til þess að fitna. Finn að mig langar meira að borða, narta, mönsa... Neim itt. Helvítis.

Svo skelltum við Húsbandið okkur á bíó. Fórum að sjá mynd sem ég var sannfærð um að væri frekar klén stelpuræma en annað kom á daginn. Ótrúlega fyndin mynd með fullt fullt af strákahúmor. Sem mér finnst líka ótrúlega fyndið. Myndin heitir Knocked up. Mæli með henni.

Svo er ég komin með rót. Ákvað að gera svolítið sem ég hét að ég myndi aldrei gera aftur. Lita hárið á mér sjálf. Kostaði bara sautjánhundruð og eitthvað í stað þess að borga tólfþúsund.  Svona er ég dugleg að spara.


Ætti ég að gera það?

Segja frá?

 Ok. Fine.

 Er hætt að reykja. There, I said it!

Líður betur en ég hélt að mér myndi líða. Auðveldar en mig minnti. (Hef hætt frekar oft)

Þetta er mestmegnis bara vani. Og aðstæður. Verð að reykja áður en ég mæti í vinnuna og reyki fullt í vinnunni en ef ég er í fríi get ég sleppt því að reykja fram að kvöldmat. Crazy? 

Get ekki drukkið og ekki reykt. Hvítvín og Salem slims er heilög blanda. Djöfull. Strax farin að sakna heilögu tvennunar! Crying


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband